Þjóðlistahátíð við Háskólann á Akureyri

20. – 23. ágúst næstkomandi verður haldin norræn þjóðlistahátíð og ráðstefna á Akureyri sem hefur yfirskriftina Erfðir til framtíðar (Tradition for Tomorrow). Að verkefninu stendur Norræna þjóðtónlistarnefndin (Nordisk Folkmusik Kommitté) í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið. 

Ráðstefna
Ráðstefnan fer fram dagana 21-23.ágúst í Háskólanum á Akureyri en það er Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri sem hefur umsjón með ráðstefnunni. Þar munum um 30 fræðimenn koma saman og fjalla um norræna þjóðtónlist og þjóðdansa og norrænir ráðamenn til að kynnast fjölbreyttri flóru norrænnar menningar og skiptast á skoðunum um verndun menningarerfða. 

Þjóðlistahátíðin
Hátíðin hefst með glæsilegri opnunarsýningu í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri  miðvikudagskvöldið 20. ágúst kl. 20:30, þar sem hægt er að njóta fjölbreyttra dans- og tónlistaratriða frá Norðurlöndum. Frá fimmtudegi til laugardagskvölds verður hægt að velja um fjöldann allan af viðburðum víðsvegar um bæinn og notið margs af því besta sem norræn þjóðlist hefur upp á að bjóða. Á hátíðinni má heyra og sjá kraftmiklar hljómsveitir, fjörugan dans, flottan söng og hljóðfæraleik. Viðburðastofa Norðurlands hefur umsjón með tónleikum, sýningum og námskeiðum. 

Hér má sjá upplýsingar um listamennina og dagskrá hátíðarinnar

Vinnustofur/Námskeið
Fjölmörg námskeið verða í boði á hátíðinni, s.s. að spila á kantele og þjóðlagafiðlu, syngja þjóðlög frá Finnlandi og Noregi, og dansa hambo, polska og vikivaka svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðin eru öllum opin.

Hér má sjá hvaða námskeið verða í boði

Miðasala fer fram á heimasíðu hátíðarinnar sem nálgast má hér: Kaupa miða
Þegar nær dregu
r verða opnaðir fleiri sölustaðir. Einnig er hægt að skrá sig á námskeið hér: Skráning á námskeið

Allar upplýsingar um hátíðina má finna á www.tradition.is