Þjónustugreining vegna Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs

Nýr Herjólfur
Nýr Herjólfur

RHA lauk í desember skýrslu fyrir Vestmannaeyjabæ og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Þar var greint frá þjónustugreiningu sem Hjalti Jóhannesson og Arnar Þór Jóhannesson unnu. Samgöngur á milli lands og Eyja brenna mjög á íbúum og forsvarsmönnum fyrirtækja og stofnana og eru lykilatriði fyrir búsetu og atvinnurekstur í Vestmannaeyjum og mikið hitamál. Landeyjahöfn var bylting í samgöngum en nýtist alls ekki jafn vel og væntingar gerðu ráð fyrir. Mikil vonbrigði eru vegna þess. Ný ferja er væntanleg síðla sumars og bundnar miklar vonir við að siglingar til Landeyjahafnar muni verða tryggari. Hér má sjá frétt um málið á eyjar.net.