Tveir starfsmenn RHA hljóta styrk úr Háskólasjóði KEA

Nýverið úthlutaði Háskólasjóður KEA styrkjum og hlutu starfsmenn RHA tvo styrki í ár. Eva Halapi hlaut 600 þúsund kr. styrk í verkefnið Viðhorf, kunnátta og vilji Íslendinga til að aðlagast loftslagsbreytingum.  Markmið verkefnisins er að kanna þekkingu og viðhorf Íslendinga til loftlagsbreytinga sem og hvernig þeir vilji aðlagast vandanum.

Einnig hlaut Hjalti Jóhannesson styrk upp á 1 milljón kr. í verkefnið Vaðlaheiðagöng-Samfélagsáhrif. Markmið rannsóknarinnar er að auka þekkingu á þeim samfélagsbreytingum sem munu eiga sér stað vegna Vaðlaheiðarganga. Verður styrkurinn nýttur til að framkvæma fyrsta áfanga þessarar rannsóknar sem er viðhorfskönnun um stöðu samgangna á svæðinu fyrir opnun ganga og væntingar íbúa til þessarar samgöngubótar.

Óskar RHA þeim báðum innilega til hamingju með styrkina