Úthlutun úr Háskólasjóði KEA 2009

Háskólasjóði KEA bárust alls 26 styrkumsóknir í mars sl. Sótt var um styrki fyrir rúmlega 26 milljónir króna og hlutu 10 verkefni styrki að upphæð samtals kr. 6.500.000. Úthlutunarhlutfall sjóðsins var því tæp 25% þetta árið.
Háskólasjóði KEA bárust alls 26 styrkumsóknir í mars sl. Sótt var um styrki fyrir rúmlega 26 milljónir króna og hlutu 10 verkefni styrki að upphæð samtals kr. 6.500.000. Úthlutunarhlutfall sjóðsins var því tæp 25% þetta árið.

Hæstu styrkir sem veittir voru hljóðuðu upp á 1.000.000 kr. en styrkina hlutu Hafdís Skúladóttir, brautarstjóri í hjúkrunarfræði og lektor, vegna kaupa á SimMan 3G kennsluhermi og Jóhann Örlygsson, prófessor, vegna kaupa á Gasaðgreiningartæki (GC). Þá hlaut Steinar Rafn Beck, verkefnastjóri og aðjúnkt, 900.000 kr. styrk vegna kaupa á búnaði til þörungaræktunar. Tvö verkefni fengu styrki að upphæð 750.000 kr., önnur verkefni fengu minna.

Formleg afhending styrkja fer fram þann 13. júní nk. kl. 13 á Sólborg v/Norðurslóð að lokinni Háskólahátíð.