Vísindavaka Rannís 2007

RHA tók þátt í Vísindavöku Rannís - stefnumóti við vísindamenn í Listasafni Reykjavíkur föstudaginn 28. september. Áhersla var lögð á að sýna þá faglegu breidd sem verkefni RHA spanna.  Voru kynnt 3 veggspjöld í þeim tilgangi og glærukynning sem tengist verkefnum stofnunarinnar.  Að mati þeirra fjögurra starfsmanna sem voru fulltrúar RHA tókst mjög vel til og var þátttaka almennings mikil.