Vísindavaka Rannís 2008

Gunnhildur Helgadóttir, Hjalti Jóhannesson og Tryggvi Hallgrímsson tóku fyrir hönd RHA þátt í Vísindavöku Rannís föstudaginn 26. september.  Lögð var áhersla á hina miklu breidd sem verkefni RHA spanna.  Einnig voru kynnt sérstaklega verkefnin Tea for Two og Rannsókn á samfélagslegum áhrifum virkjunar og álvers á Austurlandi.  Vísindavakan var að venju fjölsótt og var haft á orði að e.t.v. þyrfti að huga að stærra húsnæði fyrir hana að ári.