Vaðlaheiðargöng, mat á þjóðhagslegri arðsemi

Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hefur unnið skýrslu fyrir Greiða leið ehf. um þjóðhagslega arðsemi Vaðlaheiðarganga. 

Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hefur unnið skýrslu fyrir Greiða leið ehf. um þjóðhagslega arðsemi Vaðlaheiðarganga. 

Matið er unnið á svipaðan hátt og gert var við arðsemismat á 15 jarðgangakostum á Austurlandi.  Helstu niðurstöður matsins eru að það sé þjóðhagslega arðsamt að gera göngin, heildarábati samfélagsins af því að gera þau sé um 1,2 milljarðar.  Það þýðir að ábatinn af göngunum sé 1,2 milljörðum hærri en kostnaðurinn við að gera þau.  Jafnframt kemur fram að arðsemi ganganna verði 7,9%.  Miðað er við að gangagerðin kosti 4.340 mkr án vsk (5.403 mkr með vsk), göngin verði opnuð 1.jan 2011 eftir þriggja ára framkvæmdatíma.  Miðað er við vegstyttingu 15,7 km og engin gjaldtaka verði í göngin.  Jón Þorvaldur Heiðarsson hagfræðingur vann skýrsluna.

Skýrsluna má lesa hér.