Vel heppnuð ferð North Hunt

Aðilar frá RHA – Rannsókna og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri og Rannsóknamiðstöð ferðamála sem eru aðilar að North Hunt skruppu austur til Egilsstaða dagana 29 – 30 janúar sl. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að taka viðtöl við frumkvöðla og stefnumótunaraðila á svæðinu og hins vegar að koma á fót fyrirtækjahóp. Aðilar frá RHA – Rannsókna og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri og Rannsóknamiðstöð ferðamála sem eru aðilar að North Hunt skruppu austur til Egilsstaða dagana 29 – 30 janúar sl. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að taka viðtöl við frumkvöðla og stefnumótunaraðila á svæðinu og hins vegar að koma á fót fyrirtækjahóp. Fyrirtækjahópurinn er hópur einkaaðila í fyrirtækjarekstri sem mun vinna saman að þróun skotveiðitengdrar ferðaþjónustu á Íslandi sem byggist á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Þessi fyrsti fundur var mjög vel sóttur og tóku allir aðilar virkan þátt í umræðum fundarins. Skipuleggjendur fundarins eru sammála að vel hefði til tekist að vekja áhuga frumkvöðla á svæðinu á North Hunt verkefninu.