Verkefni um stöðu heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi vestra

RHA hefur tekið að sér að greina stöðu heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi vestra. Markmið verkefnisins er að sjá megi á einum stað hvaða þjónusta er veitt í heilbrigðismálum í landshlutanum. Verða niðurstöður bornar saman við sambærilegan landshluta (Vestfirði). Þá verður greint hvaða þætti heilbrigðisþjónustunnar sé brýnast að lagfæra eða innleiða í landshlutanum.

Verkefnið er unnið fyrir SSNV; Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2017. Áætluð verklok eru í febrúar 2018.