Vinnubúðir um sjávarútvegsmálefni

""/Dagana 11. og 12. október s.l. voru haldnar vinnubúðir um sjávarútvegsmálefni á Hótel Kea. Tvö megin þemu voru í vinnubúðunum, sjálfbærar fiskveiðar (Sustainable Fishery) annars vegar og verðmætasköpun og nýsköpun hins vegar (Value Creation and Innovation). Vinnubúðirnar voru samstarfsverkefni Sintef í Noregi og Viðskipta- og raunvísindadeildar Háskólans á Akureyri. Fyrirlesarar voru frá Danmörku, Noregi og Íslandi og þátttakendur voru um 30 talsins. 

Var þetta í annað sinn sem slíkar vinnubúðir eru haldnar en í fyrra voru þær í Noregi og ákveðið var í lok vinnubúðanna núna að þær skyldu haldnar að ári í Danmörku.