Vorferð RHA og RMF

RHA og RMF fóru í sína árlegu vorferð 29. maí síðastliðinn. Í stuttu máli þá heppnaðist ferðin vel í alla staði og komu allir ánægðir heim.

Starfsfólk RHA og RMF á góðri stundu

Starfsfólk RHA og RMF á góðri stundu

Hópurinn byrjaði á því að fara í blóðþrýstingsmælingu hjá hjúkrunardeild Háskólans á Akureyri og má segja að yfir höfuð er líkamlegt atgervi starfsfólk RHA og RMF gott. Þar á eftir fór hópurinn í heimsókn til Björgunarsveitarinnar Súlna á Akureyri og fékk kynningu á tækjabúnaði og starfsemi sveitarinnar. Þar á eftir var boðið í siglingu með Húna II í hávaða roki en athyglisvert þótti hversu stöðugur báturinn var í rokinu. Þegar komið var að landi var haldið í menningarhúsið Hof og fengu menn að spreyta sig á söng á aðalsviði hússins. Eftir vel heppnaðan dag var haldið á veitingahús og snæddur kvöldmatur í góðu yfirlæti og góðum félagsskap.