Valmynd Leit

Ný skýrsla um konur í sjávarútvegi

Störf karla og kvenna í sjávarútvegiNýlega birtu samtökin Konur í Sjávarútvegi (KIS) skýrsluna ,,Stađa kvenna í sjávarútvegi frá sjónarhorni fyrirtćkja og stofnana.“  Skýrslan er skrifuđ af RHA og var byggđ á rannsókn sem RHA og Gallup unnu í samstarfi fyrir KIS. Markmiđ rannsóknarinnar var ađ kortleggja stöđu kvenna í sjávarútvegi međ ţví ađ safna tölulegum upplýsingum um konur og kanna viđhorf til ţeirra innan greinarinnar. Byrjađ var á ađ skilgreina fyrirtćki í sjávarútvegi og síđan var vefkönnun send til stjórnenda 445 fyrirtćkja/stofnana í nóvember og desember 2016. Svarhlutfall var 45,2%.

Ţegar ţátttakendur voru beđnir ađ áćtla hlutfall kvenna á međal ćđstu stjórnenda, á međal eigenda og á međal stjórnarmanna fyrirtćkja og stofnana í sjávarútvegi sögđu einungis 15% svarenda konur vera á međal ćđstu stjórnenda en 64% fyrirtćkja höfđu karl sem ćđsta stjórnanda. Hlutfalliđ er jafnara ţegar kemur ađ millistjórnendum en hjá mun fleiri fyrirtćkjum (57%) sinna konur skrifstofustörfum en karlar (22%).

Í ţriđjungi fyrirtćkja (34%) var engin kona á međal eigenda og í einungis 14% fyrirtćkja áttu konur 51% hlut eđa meira. Líklegast var ađ konur vćru međal eigenda fyrirtćkja í sjávarútvegi, hjá fjölskyldufyrirtćkjum og hjá minni fyrirtćkjum (miđađ viđ ársveltu). Á sama hátt var algengara ađ konur sćtu í stjórnum fjölskyldufyrirtćkja en annarra fyrirtćkja.

Nokkrar spurningar lutu ađ viđhorfum til kvenna í sjávarútvegi. Yfir 70% ađspurđra töldu ađ ţörf vćri á fleiri konum í sjávarútvegi og ađ ţćr ćttu ađ hafa meiri áhrif. Fimmtungur svarenda eđa 20% taldi ađ karlar byggju yfir meiri ţekkingu en konur á sjávaratvegi en 42% töldu svo ekki vera. Einnig var spurt hvort karlar byggju yfir meiri hćfni en konur og ţví voru fleiri ósammála eđa 53% og fćrri sammála eđa 5%.

Hér hefur ađeins veriđ tćpt á helstu niđurstöđum en skýrsluna sjálfa má finna hér.RHA Rannsóknamiđstöđ Háskólans á Akureyri

Borgir v/Norđurslóđ
        Kt. 410692-2529            
600 Akureyri, Iceland              rha@unak.is             
Facebook RHA á facebook
Sími: +354 460 8900
      Fax: +354 460 8918

Skráđu ţig á póstlistann