Ný heimasíða RHA opnuð

RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri hefur formlega opnað nýja og endurbætta heimasíðu, www.rha.is. Það voru þeir Hjalti S. Hjaltason, verkefnisstjóri hjá RHA og Kristján Ævarsson, forritari hjá Stefnu hugbúnaðarhúsi, sem báru hitann og þungann af hönnum og uppsetningu nýju síðunnar.


Vakin er sérstök athygli á afar glæsilegum ljósmyndum sem prýða „haus“ nýju heimasíðunnar. Myndasmiðurinn, Ævar Guðmundsson, gaf RHA góðfúslega leyfi til að nota umræddar myndir sem hluta af nýju heildarútliti síðunnar. Rafrænt myndasafn Ævars Guðmundssonar má nálgast hér.