Rannsókn um samstarf sveitarfélaga og málstofa 29. apríl 2016

Lokið er rannsókn á samstarfi sveitarfélaga á vegum RHA-Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Var safnað upplýsingum um samstarfsverkefni sveitarfélaga innan hvers landshluta og þau greind eftir málaflokki, sveitarfélögum sem vinna saman, rekstrarformi o.fl. Einnig fór fram netkönnun meðal sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga og kannað viðhorf til samstarfs sveitarfélaga. Var rannsóknin styrkt af  Byggðarannsóknasjóði vorið 2015.

Voru niðurstöður kynntar á málstofu í Háskólanum á Akureyri föstudaginn 29. apríl.

Skýrslan er aðgengileg hér.

Glærukynningar: Arnar Þór Jóhannesson (Umfang og eðli samstarfsverkefna), Grétar Þór Eyþórsson (Mynstur í samstarfsverkefnum) og Hjalti Jóhannesson (Könnun meðal sveitarstjórnarmanna).

Upptaka af málstofunni er aðgengileg á Vefvarpi Háskólans á Akureyri.