Jafnréttisrannsóknir við Háskólann á Akureyri

Í byrjun júní stóðu Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri og Jafnréttisstofa  fyrir málþingi um rannsóknir í jafnréttismálum við Háskólann á Akureyri. Markmiðið með málþinginu var að kynna rannsóknir í jafnréttismálum. Einnig var fundurinn hugsaður sem vettvangur til þess að ræða og kynna það sem er í gangi í þessum málaflokki.

Rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunar á Austurlandi, áfangaskýrsla II

Út er komin skýrslan "Rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi Rannsóknarrit nr. 5: Áfangaskýrsla II, stöðulýsing í árslok 2007". Þetta er önnur áfangaskýrslan í verkefninu "Rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunar á Austurlandi". Verkefnið er unnið samkvæmt þingsályktun frá 11. mars 2003 og hófst vorið 2004. Fjórir aðilar koma að verkefninu, Byggðarannsóknastofnun, Þróunarfélag Austurlands, Byggðastofnun og Iðnaðarráðuneytið. Rannsóknarverkefnið mun standa í sex ár eða frá árinu 2004 til loka ársins 2009. Ritstjóri skýrslunnar er Hjalti Jóhannesson og aðrir höfundar efnis eru Auður Magndís Leiknisdóttir, Enok Jóhannsson, Jón Þorvaldur Heiðarsson, Kjartan Ólafsson, Tryggvi Hallgrímsson, Valtýr Sigurbjarnarson.

Sú skýrsla sem hér liggur fyrir er önnur megin áfangaskýrsla verkefnisins, en áður hafa komið út fjórar skýrslur á vegum þess: