Aðstoðarforstöðumaður RHA í afleysingar sem sveitarstjóri

Hjalti Jóhannesson, aðstoðarforstöðumaður RHA hefur verið ráðinn tímabundið til 1. september til að sinna störfum sveitarstjóra Hörgarsveitar. Hann mun verða í leyfi frá RHA á meðan en fylgja þó eftir nokkrum verkefnum á stofnuninni fyrst um sinn.

Netávani - tveggja ára rannsóknarverkefni lokið.

 Netávani (Internet Addictive Behaviour, IAB) er skilgreindur sem hegðunarmynstur sem einkennist af ákveðnu stjórnleysi í internet notkun. Þess konar hegðun getur leitt til einangrunar og dregið úr félags- og námslegri virkni, áhuga á tómstundum og haft áhrif á heilsu.
Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) tók þátt í tveggja ára rannsóknarverkefni sem unnið var í samstarfi fræðimanna í sex löndum með stuðningi frá internetöryggisáætlun ESB.  Verkefnið hafði vinnuheitið EU NET ADB (sjá  vefsiðu) og var markmið þess að meta algengi og áþrifaþætti netávana.  
Rannsóknin tók til meira en 13.000 ungmenna á aldrinum 15-16 ára í Evrópu og  þar af voru rúmlega 2.000 á Íslandi. Meðal þess sem var til skoðunar í rannsókninni voru internetnotkun, bakgrunnsþættir (námsárangur, reglur foreldra), matskvarði fyrir netávana (Internet Addiction Test –IAT) , leikjanotkun(AICA-S), fjárhættuspil (SOG-RA) og persónulegir eiginleikar (Youth Self Report).  Að auki voru tekin viðtöl við þátttakendur sem sýndu merki um netávana til að skoða nánar þau ferli sem þar liggja að baki.