Yfirlit um skotveiðitengda ferðaþjónustu á Norðurlöndum og í Kanada

Rannsóknar- og þróunarmiðstöð háskólans á Akureyri, ásamt Ferðamálasetri Íslands, embætti veiðimálastjóra og félags hreindýraleiðsögumanna vinnur að samnorrænu verkefni um þróun skotveiðitengdrar ferðaþjónustu undir formerkjum efnahagslegrar, félagslegrar og umhverfislegrar sjálfbærni. Verkefnið er styrkt af NPP (e. Northern Periphery Programme) og er forvinnu lokið.  Komin er út skýrsla sem tekur saman stöðu skotveiðitengdrar ferðaþjónustu í Svíþjóð, Finnlandi, Íslandi og Kanada.  

Skýrsluna má nálgast hér

Verkefninu Social Return að ljúka með ráðstefnu 28. september

Í verkefninu er fjallað um það á hvern hátt megi koma þeim aftur inn á vinnumarkað, sem dottið hafa út af honum, t.d. vegna örorku. Verkefnið hefur staðið yfir síðastliðin þrjú ár og er fjármagnað af Evrópusambandinu. Þátttakendur eru frá Hollandi, Íslandi, Ítalíu, Litháen og Slóveníu. Íslensku þátttakendurnir eru auk RHA Félagsþjónusta Þingeyinga, Framhaldsskólinn á Húsavík og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Dagskrá lokaráðstefnunnar 28. september verður auglýst nánar síðar.