28.05.2008			
	
	Þann 12. júní næstkomandi verður ráðstefna á vegum Háskólans á Akureyri um framtíðaráskoranir í
sjávarútvegi. Á ráðstefnunni verður framtíð sjávarútvegs rædd frá ýmsum hliðum. Innlendir og erlendir
fræðimenn og atvinnurekendur sem teljast margir hverjir fremstir á sínu sviði munu þar fjalla um fjölbreytt efni. Til dæmis um framtíðarhorfur
þorskstofna í heiminum, fjárfestingarmöguleika í alþjóðlegum sjávarútvegi og um hvað má læra af því sem
vel er gert í fiskveiðistjórnun.
 
	
		
		
		
			
					28.05.2008			
	
	Þann 12. júní næstkomandi verður ráðstefna á vegum Háskólans á Akureyri um framtíðaráskoranir í
sjávarútvegi. Á ráðstefnunni verður framtíð sjávarútvegs rædd frá ýmsum hliðum. Innlendir og erlendir
fræðimenn og atvinnurekendur sem teljast margir hverjir fremstir á sínu sviði munu þar fjalla um fjölbreytt efni. Til dæmis um framtíðarhorfur
þorskstofna í heiminum, fjárfestingarmöguleika í alþjóðlegum sjávarútvegi og um hvað má læra af því sem
vel er gert í fiskveiðistjórnun.
 
	
		
		
			
					09.05.2008			
	
	Út er komin skýrslan ,,
Strætó milli Akureyrar og
nágrannabyggða”. Skýrslan er unnin fyrir Eyþing og þar er skoðaður grundvöllur fyrir strætóferðum á svæði
umhverfis Akureyri sem afmarkast af Siglufirði, Hrafnagili, Grenivík, Húsavík og Reykjahlíð við Mývatn. Höfundur skýrslunnar er Jón
Þorvaldur Heiðarsson.
 
 
	
		
		
			
					07.05.2008			
	
	Menningarráð Eyþings úthlutaði í vor verkefnastyrkjum til menningarstarfs á starfssvæði Eyþings.  Matvælasetrið hlaut styrk
til  að gera fiskiveggspjald og einblöðung  sem miðlar fróðleik um hollustuna úr hafinu  og þann fjölbreytileika sem matarkistan 
hafið býður uppá.