Heimasíða North Hunt opnuð

RHA – Rannsókna og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri er þáttakandi í 3 ára alþjóðlegu verkefni og kallast verkefnið North Hunt.

Þátttakendur í verkefninu eru 10 og koma frá 5 löndum Finnlandi, Svíþjóð, Kanada, Skotlandi og Íslandi. Verkefnið gengur út á þróun sjálfbærrar skotveiðitengdrar ferðaþjónustu á jaðarsvæðum á norðurslóðum. Markmið verkefnisins er að stuðla að fjölbreytni í atvinnulífi og skjóta frekari stoðum undir vaxandi atvinnugrein með þróun starfsumhverfis og rekstrargrundvallar fyrirtækja. Ennfremur er markmið verkefnisins að þróa starfsumhverfi fyrirtækja til að draga úr hindrunum sem mæta frumkvöðlum í þessari grein, án þess að minnka kröfur um sjálfbærni og umhverfisvænar veiðar.

Brostu með hjartanu!

Verkefnið Brostu með hjartanu er gott dæmi um frumkvæði á jákvæðum nótum. Verkefninu var nýlega hrundið af stað á Akureyri og segir í fréttatilkynningu frá forsvarsmönnum verkefnisins, að markmiðið sé að dreifa jákvæðni og gleði á meðal almennings.