Könnun á sameiningu sveitarfélaga á Norðurlandi vestra

Út er komin skýrslan Könnun á sameiningu sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.  Skýrslan er unnin fyrir Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV).  Í skýslunni er greint frá helstu niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal íbúa sveitarfélaganna innan SSNV ásamt íbúum Bæjarhrepps um afstöðu þeirra til hugsanlegrar sameiningar og upplifun á þjónustu sveitarfélaganna.  Skýrslan var kynnt á aðalfundi SSNV að Reykjum í Hrútafirði þann 26. ágúst sl.  Skýrsluna er hægt að nálgast hér.

Evrópsk rannsókn á netnotkun unglinga

RHA er meðal sjö þátttakenda í rannsókn sem fjármögnuð er af Evrópusambandinu og kallast Research on the intensity and prevalence of Internet addictive behaviour risk among minors in Europe  (www.eunetadb.med.uao.gr). Rannsóknin mun ná til alls 14.000 unglinga á Spáni, Grikklandi, Rúmeníu, Hollandi, Póllandi og Íslandi. Vorið 2011 framkvæmdi RHA forkönnun (pilot study) til að meta netnotkun, tölvuleikjanotkun, tilfinningar, hugsanir og hegðun 15-16 ára nemenda á Akureyri og í Reykjavík. Núna er verið að undirbúa könnun meðal 2.000 nemenda í 9. og 10. bekk haustið 2011 í skólum víðsvegar á landinu.

20. Nordmedia ráðstefnan haldin við HA

Dagana 11. til 13. ágúst var haldin 20. Nordmedia ráðstefnan í Háskólanum á Akureyri. Á ráðstefnunni hittust á þriðja hundrað fjölmiðlafræðingar frá háskólum á Norðurlöndunum. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni var: Media and Communiation studies - Doing the right thing?

Þetta var í fjórða skipti sem ráðstefnan frór fram á Íslandi en í hin þrjú skiptin hafði hún farið fram í Reykjavík. RHA og Aktravel sáu sameiginlega um utanumhald vegna ráðstefnunnar.