Norðlenskum mat og matarmenningu gerð skil á sýningunni MATUR-INN 2007 á Akureyri um komandi helgi
► Um 60 sýnendur
► Úrslitakeppni um titilinn „Matreiðslumaður ársins 2007“
► Frumkvöðlaverðlaun félagsins „Matur úr héraði – Local Food“ veitt
► Markaðstorg, borðbúnaðarsýning, matreiðslukeppni þjóðþekktra einstaklinga,
keppni í samlokugerð, fræðslustofur (workshop) og margt fleira
Um næstu helgi verður sýningin MATURINN 2007 haldin í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Fyrir henni stendur félagið Matur úr héraði
– Local Food og er sýningunni ætlað að endurspegla fjölbreytni í mat og matarmenningu á Norðurlandi. Sýning undir sama nafni var haldin fyrir
tveimur árum en sýnendur nú eru nálega helmingi fleiri og dagskrá ennþá fjölbreyttari. Meðal viðburða á sýningunni er
úrslitakeppni Klúbbs matreiðslumeistara um titilinn Matreiðslumaður ársins 2007. Sýningin verður opin kl. 11 -17 á laugardag og sunnudag og er
aðgangur ókeypis. Formleg opnun verður kl. 14 á laugardag þegar Einar Kr. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
heimsækir sýninguna.