Auglýst eftir umsóknum í Rannsóknasjóð HA

RHA minnir á lokafrest til að sækja um styrk til Rannsóknasjóðs Háskólans á Akureyri. Umsóknareyðublað og reglur sjóðsins er að finna hér á heimasíðu RHA.

Umsækjendur athugi að hafi þeir sótt um styrk í sjóðinn áður og fengið úthlutað, þá þarf framvindu- eða lokaskýrsla að liggja fyrir hjá sjóðstjórn áður en hægt er að afgreiða nýja umsókn.

Umsóknir og fylgigögn skulu vera í tvíriti og þurfa að berast til RHA – Stjórnsýsla rannsókna, Borgum v/Norðurslóð, fyrir kl. 12 miðvikudaginn 1. des. n.k. Séu umsóknargögn póstlögð þarf póststimpillinn að vera eigi síðar en 1. desember. Minnt er á að umsóknir og umsóknargögn skulu einnig berast rafrænt á netfangið rannsoknir@unak.is fyrir sama tímafrest.

Skotveiðar og ferðaþjónusta - atvinnutækifæri fyrir frumkvöðla

Dagana 17. - 18. nóv. sl. var haldin þriðja og síðasta ráðstefnan í North Hunt verkefninu, sem RHA hefur verið þátttakandi í síðastliðin fjögur ár.  Ráðstefnan var haldin í Rovaniemi í Finnlandi og var fyrri dagurinn helgaður þróun fyrirtækja í skotveiðitengdri ferðaþjónustu en á þeim seinni voru kynntar rannsóknir á atvinnutækifærum sem leiða af skotveiðitengdri ferðaþjónustu.

Norrænir styrkjamöguleikar á ýmsum sviðum - kynningafundir 2. og 3. nóvember

Í tengslum við þing Norðurlandaráðs 2.-4. nóvember verða haldnir kynningafundir um samnorræna styrkjamöguleika á nokkrum sviðum. Margar samnorrænar stofnanir senda fulltrúa á þingið, og var tækifærið nýtt til þess að vera með sameiginlegar kynningar á þeim stofnunum sem veita mestu fé í styrki. Fundirnir eru skipulagðir í samvinnu við Norræna húsið. Fundirnir verða þrír og eru þemaskiptir, þ.e. um menningu og listir, um nýsköpun og rannsóknir og um umhverfis og orkumál.

Rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi - kynning

Fimmtudaginn 7. október verður kynnt á Reyðarfirði lokaskýrsla rannsóknar á samfélagsáhrifum á Austurlandi. Verkefnið stóð yfir frá árinu 2004 og eru skýrslur í verkefninu orðar alls níu talsins.  Á fundinum munu höfundar lokaskýrslu rannsóknarinnar gera grein fyrir helstu niðurstöðum hennar. Í rannsókninni hefur verið fylgst með þróun samfélagsþátta s.s. íbúafjölda, efnahag, vinnumarkaði, húsnæðismarkaði, opinberri grunngerð, sveitarfélögum, þjónustu, atvinnuháttabreytingum og samfélagi og lífsstíl. Allar skýrslur verkefnisins má finna hér á vefsíðu RHA.

RHA tók þátt í Vísindavöku RANNÍS

Á Vísindavöku RANNÍS 24. september kynntu Hjalti Jóhannesson og Jón Þorvaldur Heiðarsson ýmsar rannsóknir RHA í þágu samfélagsins. Að þessu sinni var lögð áhersla á rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi, samfélags- og efnahagsleg áhrif samgöngubóta og nýlega, norræna rannsókn, sem RHA tók þátt í og varðar mikilvægi þekkingarstarfa fyrir atvinnu- og byggðaþróun. Er þetta í 4. sinn sem RHA tók þátt í Vísindavökunni.

ESPON auglýsir verkefnastyrki


Þann 24. ágúst auglýsti ESPON eftir umsóknum um styrki til eftirfarandi rannsóknarþema (Targeted analysis):

a) ADES - Airports as Drivers of Economic Success in Peripheral Regions. (300.000 evrur)

 b) AMCER - Advanced Monitoring and Coordination of EU R&D Policies at Regional Level. (350.000 evrur)

Sjá nánar hér.

Umsóknarfrestur er 19 október 2010.

Nýr starfsmaður hjá RHA / new staff member

Nú í byrjun ágúst kom til starfa dr. Eva Halapi sem er sérfræðingur í ónæmisfræði. Eva mun starfa við RHA sem sérfræðingur og taka að verulegu leyti við starfssviði Sigrúnar Sifjar Jóelsdóttur sem hefur fæðingarorlof í september. Einnig mun Eva sinna ákveðnum störfum er varða ráðgjöf vegna umsókna í rannsóknasjóði og ráðgjöf vegna rannsókna akademískra starfsmanna.
Við bjóðum Evu velkomna til liðs við RHA.

In beginning of August dr. Eva Halapi joined RHA as a researher. Eva has a specialization in immunology but will take part in diverse projects. She will also provide support to the university's academic staff both regarding applications in research funds and consultation concerning research of academic staff.
We welcome Eva to RHA.

Hnattræn heilsa og bólusetningar

Í júní síðastliðnum tóku starfandi sérfræðingar hjá RHA þátt í 5. ráðstefnu um hnattræna heilsu og bólusetningar (Conference on Global health and Vaccination) sem skipulögð var af Norwegian Research Council, Norwegian Forum for Global Health Research og Háskólann í Tromsö
Fram til þessa hefur umfjöllun um fyrirbyggjandi aðgerðir í tengslum við hnattrænar loftlagsbreytingar beinst að umhverfi en loftlagsbreytingar munu einnig hafa umtalsverð áhrif á heilsu og lífsgæði manna.  Eitt af meginmarkmiðum ráðstefnunnar var að finna leiðir til að útvíkka það vísindalega samstarf sem þegar er til og mynda ný tengsl í þeim tilgangi að afla nauðsynlegrar þekkingar um áhrif loftlagsbreytingar á heilsu manna fyrir stefnumótunaraðila.


Lokaráðstefna í verkefninu REKENE og útkoma lokaskýrslu

Nú er komin út lokaskýrsla í norræna rannsóknarverkefninu REKENE sem RHA hefur tekið þátt í ásamt Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar (AFE) frá haustmánuðum 2007. Verkefnið fjallar um það hvernig þekking verður til, er miðlað og hagnýtt í efnahagslegu tilliti á nokkrum landsvæðum á Norðurlöndunum. Lokaráðstefna verkefnisins verður haldin hjá Nordregio í Stokkhólmi 24.-25. ágúst næstkomandi.

RHA kemur að undibúningsvinnu vegna álvers í Maniitsoq

RHA hefur komið að undibúningsvinnu álvers í Maniitsoq á vesturströnd Grænlands með því að gera aðgengilegar upplýsingar úr rannsókn á samfélagsáhrifum stórframkvæmdanna á Austurlandi. Er hér um dæmi að ræða hverning þær upplýsingar sem þar hefur verið safnað eru að nýtast. Aðstæður eru á margan hátt mismunandi en ljóst er að ýmsa reynslu má yfirfæra milli þessara tveggja staða. Hér má sjá heimasíðu grænlenska verkefnisins og hér er að finna skýrslu RHA frá júní 2010.