Grein: Samfélagslegt hlutverk háskóla

Út er komin greinin: Samfélagslegt hlutverk háskóla eftir Trausta Þorsteinsson, Sigðurð Kristinsson og Hjördísi Sigursteinsdóttur og birtist hún í veftímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla.

Greinin fjallar um rannsókn á því á hvern hátt starfsmenn íslenskra háskóla skilja hlutverk háskóla og samfélagslegar starfsskyldur sínar. Það er síðan mátað að fjórum ólíkum hefðum í starfsemi háskóla, þ.e. Newman, Humboldt, Tómas frá Akvínó og Napoleons hefðinni. Spurningalisti var lagður fyrir alla akademíska starfsmenn og sérfræðinga við háskóla á Íslandi. Niðurstöður benda sterklega til þess að grunngildi Humboldt háskólans séu föst í sessi innan íslensks háskólasamfélags.

Climate Change in Northern Territories - call for abstracts

Climate Change in Northern Territories - Sharing Experiences, Exploring New Methods and Assessing Socio-Economic Impacts

ESPON verkefnið ENECON og NRF (Northern Research Forum eða Rannsóknaþing Norðursins munu halda alþjóðlega ráðstefnu undir þessu heiti í Háskólanum á Akureyri 22. - 23. ágúst 2013.

Frestur til að skila inn útdráttum er 28. febrúar næstkomandi. Útdrætti má senda á netfangið nrf@unak.is

Skráning á ráðstefnuna hefst 1. April 2013.

Skattar og tekjur ríkisins í norðausturkjördæmi

Í skýrslu sem Þóroddur Bjarnason, prófessor og Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor sömdu er fjallað um samanburð á sköttum sem greiddir eru í norðausturkjördæmi og þeim tekjum ríkisins sem varið er á sama svæði skv. fjárlögum 2011. Var þetta einnig greint eftir gömlu kjördæmunum; Norðurlandi eystra og Austurlandi. Fram kom að tekjur ríkisins áætlaðar 52,5 milljarðar á árinu 2011. Tekjur frá Norðurlandi eystra voru 6 milljörðum undir meðaltali landsins en tekjur frá Austurlandi 0,5 milljörðum yfir meðaltalinu. Á Norðurlandi eystra er helst um lægri tekjuskatt, trygginga- og atvinnutryggingagjöld og fjármagnstekjuskatt að ræða. Nokkrir starfsmenn RHA unnu að gagnaöflun fyrir verkið. Hér má nálgast skýrsluna í heild og stytta útgáfu