12.03.2009			
	
	Verkefnið "Social Return" valið eitt af fyrirmyndarverkefnum Evrópusambandsins
Starfsendurhæfing Norðurlands hlaut þann heiður í vikunni að vera valið eitt af fyrirmyndaverkefnum Evrópusambandsins í flokki
nýsköpunarverkefna. Verkefnið var kynnt á 500 manna ráðstefnu í Brussel með þátttöku yfir þrjátiu landa. Yfirskrift
ráðstefnunnar var „Creation and Innovation“ .
 
	
		
		
			
					10.03.2009			
	
	
Rannsóknaþing Norðursins (NRF) hefur birt á
heimasíðu sinni, 
www.nrf.is, ritgerðir frá fimmta rannsóknaþingi félagsins sem var haldið í Anchorage í
Alaska, í september á síðastliðnu ári. Alls eru birtar 44 greinar sem tengdust málefnum fimmta Rannsóknaþings Norðursins og eru
þær skrifaðar af þátttakendum rannsóknaþingsins og sérfræðingum á sviði norðurslóðamálefna.
 
	
		
		
		
			
					10.03.2009			
	
	Háskólinn á Akureyri hefur hlotið sex milljón króna styrk úr Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar vegna fyrsta áfanga verkefnisins
Samgöngubætur og byggðaþróun: Félagsleg, efnahagsleg og menningarleg áhrif Héðinsfjarðarganga á
mannlíf á norðanverðum Tröllaskaga. Þóroddur Bjarnason prófessor við Hug- og félagsvísindadeild mun stýra
verkefninu.
Aðrir þátttakendur úr röðum kennara og sérfræðinga við Háskólann á Akureyri eru: Edward H. Huijbens, Grétar
Þór Eyþórsson, Hjalti Jóhannesson, Jón Þorvaldur Heiðarsson, Kjartan Ólafsson, Sigríður Halldórsdóttir, Tryggvi
Hallgrímsson, Vífill Karlsson og Þóra Kristín Þórsdóttir. Jafnframt mun hópur nemenda vinna við rannsóknina á
næstu árum.