Skýrslur um áhrif og afleiðingar sameiningar sjö sveitarfélaga aðgengilegar á vef RHA

Á árunum 2001-2002 var unnin viðamikil rannsókn á áhrifum sameiningar sjö sveitarfélaga á vegum RHA af Grétari Þór Eyþórssyni og Hjalta Jóhannessyni. Gefnar voru út skýrslur um niðurstöður rannsóknarinnar vorið 2002 og í árslok sama árs var gefin út bókin „Sameining sveitarfélaga, áhrif og afleiðingar, rannsókn á sjö sveitarfélögum“.

Fjölþjóðlegur hópur fræðimanna kemur saman á Akureyri

Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (RHA) mun standa fyrir fjölþjóðlegri ráðstefnu um byggða- og svæðaþróunarmál á Akureyri dagana 22.-25. september næstkomandi. Ráðstefnan fer fram á Hótel KEA og í Ketilhúsinu í Grófargili. Á ráðstefnunni munu yfir 30 þátttakendur, frá sjö þjóðlöndum, flytja erindi eða kynningar á öðru formi.

Úttekt á jarðgangakostum á Austurlandi

RHA hefur unnið heildarúttekt á jarðgangakostum á Austurlandi fyrir Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA).  Niðurstöður þessarar vinnu voru kynntar sveitarstjórnarmönnum á þingi SSA á Reyðarfirði 15. september sl. og er óhætt að segja að þær hafi vakið athygli og kveikt líflega umræðu.

Göng undir Hrafnseyrarheiði arðsöm og ný hugsun í vegamálum?

Nú fyrir skömmu gerðu þeir Hjalti Jóhannesson og Jón Þorvaldur Heiðarsson, sérfræðingar hjá RHA, víðreist og héldu erindi Fjórðungsþingi Vestfjarða sem haldið var á Patreksfirði. Þar kynntu þeir félagar niðurstöður skýrslu sem unnin var á vegum RHA og sem ber heitið Samanburður vegtenginga á Vestfjörðum - Vestfjarðavegur og Djúpvegur- Samfélagsáhrif og arðsemi.

Eyfirðingar í eina sæng

Í desember síðastliðnum gaf Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (RHA) út skýrslu um áhrif sameiningar alls Eyjafjarðar í eitt sveitarfélag. Það var Stýrihópur um sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð sem fékk RHA til þessa verks.