Auglýst eftir umsóknum í Rannsóknasjóð HA

RHA minnir á lokafrest til að sækja um styrk til Rannsóknasjóðs Háskólans á Akureyri. Umsóknareyðublað og reglur sjóðsins er að finna hér á heimasíðu RHA.

Umsækjendur athugi að hafi þeir sótt um styrk í sjóðinn áður og fengið úthlutað, þá þarf framvindu- eða lokaskýrsla að liggja fyrir hjá sjóðstjórn áður en hægt er að afgreiða nýja umsókn.

Umsóknir og fylgigögn skulu vera í tvíriti og þurfa að berast til RHA – Stjórnsýsla rannsókna, Borgum v/Norðurslóð, fyrir kl. 12 miðvikudaginn 1. des. n.k. Séu umsóknargögn póstlögð þarf póststimpillinn að vera eigi síðar en 1. desember. Minnt er á að umsóknir og umsóknargögn skulu einnig berast rafrænt á netfangið rannsoknir@unak.is fyrir sama tímafrest.

Skotveiðar og ferðaþjónusta - atvinnutækifæri fyrir frumkvöðla

Dagana 17. - 18. nóv. sl. var haldin þriðja og síðasta ráðstefnan í North Hunt verkefninu, sem RHA hefur verið þátttakandi í síðastliðin fjögur ár.  Ráðstefnan var haldin í Rovaniemi í Finnlandi og var fyrri dagurinn helgaður þróun fyrirtækja í skotveiðitengdri ferðaþjónustu en á þeim seinni voru kynntar rannsóknir á atvinnutækifærum sem leiða af skotveiðitengdri ferðaþjónustu.