Services of General Interest - Nýtt verkefni á vegum ESPON sem RHA tekur þátt í

Fyrsti vinnufundur í þriggja ára verkefni á vegum ESPON áætlunarinnar var haldinn í Svíþjóð 21. - 22. janúar síðastliðinn. Að verkefninu "Indicators and Perspectives for Services of General Interest in Territorial Cohesion and Development" (SeGI) standa 11 háskólar og rannsóknastofnanir í Evrópu undir forystu Konunglega tækniháskólans í Stokkhólmi (KTH).

Rannsakað verður hlutverk margvíslegrar almennrar þjónustu og samspil við þróun byggðar á mismunandi svæðum Evrópu. Hluti af verkefninu verður "case study" á 10 svæðum og mun íslenska dæmið verða Norðurland eystra. Fyrir hönd RHA/HA munu Hjalti Jóhannesson og Ingi Rúnar Eðvarsson einkum starfa að rannsókninni.

Yfirlit yfir rannsóknasjóði

RHA hefur nú tekið saman yfirlit yfir helstu rannsóknasjóði og aðra styrkjamöguleika innanlands og erlendis á helstu fræðasviðum sem Háskólinn á Akureyri starfar á.