RHA er einn af stofnaðilum Norðurslóðanets Íslands

 

Norðurslóðanet Íslands - þjónustumiðstöð norðurslóða (Icelandic Arctic Cooperation Network) er sameiginlegur vettvangur stofnana, fyrirtækja og annarra hagsmunaaðila á Íslandi sem vinna að málefnum norðurslóða. Norðurslóðanetið hvetur til fjölbreytilegrar þátttöku hagsmunaaðila frá öllum landshlutum. Tilgangur netsins er að styðja við samstarf félaga sinna; auka sýnileika og skilning á málefnum svæðisins; upplýsa áhugasama innanlands og erlendis um þá þekkingu, reynslu og mannauð sem Ísland býr yfir; einfalda aðgengi að upplýsingum um norðurslóðir; og veita leiðbeiningar og ráðgjöf þeim sem til netsins leita. www.arcticiceland.is