Opið fyrir umsóknir í Sprotasjóð

Meðal verkefna RHA er að annast umsýslu með Sprotasjóði fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Nú er búið að opna fyrir umsóknir í sjóðinn fyrir úthlutunarárið 2013-2014. Auglýsingu þess efnis, ásamt frekari upplýsingum, má finna á umsóknarvef Sprotasjóðs.