Ný rannsóknaskýrsla um verkefnið Peripheral localities and innovation policies (PLIP)

Út er komin rannsóknaskýrslan „Peripheral localities and innovation policies: Learning from good practices between the Nordic countries“ á vegum Nordic Innovation Centre. Þrír starfsmenn RHA, Elín Aradóttir (nú starfsmaður Impru), Guðmundur Ævar Oddsson og Hjalti Jóhannesson tóku þátt í þessu rannsóknarverkefni.

Tíunda árvissa NSN-ráðstefnan

Tíunda árvissa NSN-ráðstefnan verður haldin í Brandbjerg háskólanum í Jelling í nágrenni Vejle í Danmörku dagana 8. til 10. mars næstkomandi. Þema ráðstefnunnar er eftirfarandi: Nýsköpunarkerfi og dreifbýli: Staðbundið atvinnulíf og nýir atvinnuvegir, lærdómur og nám og loks, náttúran og landslag.

Breytingar á yfirstjórn RHA

Um næstu áramót verða breytingar á yfirstjórn RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Ögmundur Knútsson sem hefur tímabundið gegnt starfi forstöðumanns mun hverfa til starfa við Viðskipta- og raunvísindadeild HA og við starfi forstöðumanns í hans stað tekur Jón Ingi Benediktsson sem er nú forstöðumaður Matvælaseturs HA.

Jarðgöng til Bolungarvíkur - Mat á arðsemi og samfélagsáhrifum

Út er komin skýrslan ,,Jarðgöng til Bolungarvíkur – Mat á arðsemi og samfélagsáhrifum”.

Ísland í þjóðleið

Út er komið ritið „Ísland í þjóðleið – Siglingar á norðurslóðum og tækifæri Íslands“. Ritið inniheldur ágrip af erindum frá málþinginu „Ísland í þjóðleið“ sem Háskólinn á Akureyri stóð fyrir í byrjun síðastliðins sumars þar sem fjallað var um möguleika til að byggja upp hérlendis
umskipunarhafnir til að þjónusta norðurheimskautssiglingar.

Vinnufundur um nýsköpunarstefnur á Norðurlöndunum

Tuttugasta og annan nóvember næstkomandi heldur Nordregio vinnufund sem ber yfirskriftina „Vinnufundur um nýsköpunarstefnur á Norðurlöndunum – Hvernig er hægt að hagnýta Lissabon-áætlunina“. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Nordregio í Stokkhólmi og stendur frá 10:00 til 16:00.

Safnrit um atvinnu- og byggðaþróun

Safnrit er geymir níu greinar er varða atvinnu- og byggðaþróun er komið út á vegum  RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri Ritið geymir greinar eftir höfunda frá sjö þjóðlöndum. Meðal umfjöllunarefna eru matartengd ferðaþjónusta í Skotlandi, hlutverk héraðsfréttablaða á Íslandi, samvinna þróunarstofnana og háskóla í Norður-Svíþjóð og orkuframleiðsluverkefni í sveitum Írlands, svo eitthvað sé nefnt.

RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri

Breytingar hafa orðið á starfsemi Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri (RHA) samfara skipulagsbreytingum hjá Háskólanum á Akureyri.  Breytingar þessar hjá RHA tóku gildi 1. ágúst síðastliðinn.  Samfara þessum breytingum hefur nafn stofnunarinnar breyst og heitir hún nú RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri.

Rannsókn á samvinnu sveitarfélaga í Eyjafirði

Héraðsráð Eyjafjarðar samdi í lok ágúst við RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri um að RHA tæki að sér rannsókn á samvinnu sveitarfélaga í Eyjafirði.

Frestun á 10. NSN ráðstefnunni

Sú frétt var að berast frá skipuleggjendum 10. árlegu NSN-ráðstefnunnar sem halda átti á Jótlandi í haust að fresta þyrfti ráðstefnunni til ársloka. Nánari tilkynningar verða sendar út strax og þær berast. Á heimasíðu ráðstefnunnar má fylgjast með framgangi á skipulagningu hennar.