Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir

Á morgun 26. janúar kl. 12.00  munu Jafnréttisstofa, Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri og félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri kynna Evrópuverkefnið „Sports, media and Stereotypes“ (íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir) sem er að ljúka um þessar mundir.

Vaðlaheiðargöng, mat á þjóðhagslegri arðsemi

Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hefur unnið skýrslu fyrir Greiða leið ehf. um þjóðhagslega arðsemi Vaðlaheiðarganga. 

„Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir“

Nú fer að líða að lokum verkefnisins ,,Sports, Media and Sterotypes“ eða ,,Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir“ sem unnið hefur verið að síðan í nóvember 2004. Verkefnið er fjölþjóðlegt og undir stjórn Jafnréttisstofu. Samstarfsaðilar koma frá stofnunum í Noregi, Austurríki, Litháen og Ítalíu. Samstarfsaðilar verkefnisins á Íslandi eru Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, námsbraut í fjölmiðlafræði við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands, Samtök íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands.

Skýrsla um sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar

Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri hefur lokið við gerð skýrslu um sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar.

Elín Aradóttir í fæðingarorlof

Elín Aradóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (RHA), er komin í fæðingarorlof. Hún mun að óbreyttu taka aftur til starfa á RHA um næstu áramót.

Nýr starfsmaður hjá RHA

Á dögunum var Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir ráðin í stöðu sérfræðings hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (RHA).