Frestun á 10. NSN ráðstefnunni

Sú frétt var að berast frá skipuleggjendum 10. árlegu NSN-ráðstefnunnar sem halda átti á Jótlandi í haust að fresta þyrfti ráðstefnunni til ársloka. Nánari tilkynningar verða sendar út strax og þær berast. Á heimasíðu ráðstefnunnar má fylgjast með framgangi á skipulagningu hennar.

Lokaskýrsla SMS-verkefnisins

Fyrir nokkru var lögð lokahönd á rannsóknaskýrslu verkefnisins Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir (e. Sports, Media and Stereotype - Women and Men in Sports Media, skammstafað SMS). Höfundar skýrslunnar eru Kjartan Ólafsson (ritstjóri), Auður Magndís Leiknisdóttir, Birgir Guðmundsson, Gerd von der Lippe, Guðmundur Ævar Oddsson, Margarita Jankauskaité, Martina Handler og Mirella Pasini.