Verkefni um afkomu fólks á vinnumörkuðum sem einkennast af landfræðilegum hindrunum

Nýlokið er samnorrænu verkefni um afkomu fólks á vinnumörkuðum sem einkennast af landfræðilegum hindrunum (How to Make a Living in Insular Areas - Six Nordic Cases). Þau svæði sem tekin voru fyrir í rannsókninni voru Álandseyjar, Borgundarhólmur, Eyjafjörður, Gotland í Svíþjóð, Kainuu-hérað í Finnlandi og Ullstein-hérað í Noregi.

Tveir styrkir til RHA

Tveir styrkir féllu í hlut starfsmanna RHA við úthlutun úr Háskólasjóði KEA fyrir árið 2006. Við útlutun er almennt horft til verkefna sem eru viðbót við samþykkta starfsemi HA og/eða samstarfsstofnana, verkefna sem fela í sér aukin eða útvíkkuð tækifæri fyrir nemendur og starfsmenn eða verkefni sem eru til þess fallin að efla byggð og tengingu við atvinnulíf, menningu eða náttúrufar félagssvæðisins.