Vísindakaffi: Verður Eyjafjörður vaxtarbroddur Íslands?

Fimmtudaginn 24. september bjóða Rannís og Háskólinn á Akureyri í Vísindakaffi á Akureyri undir yfirskriftinni Verður Eyjafjörður vaxtarbroddur Íslands? Staðsetning: Friðrik V. kl. 20:00.

 

Fólksfækkun í hallæri, gæfuspor eða skref til glötunar?

Mikið hefur verið fjallað um fólksfækkun í landinu undanfarið af fjölmiðlum.  Mest á þeim nótum að það sé þróun sem beri að hræðast, geti haft skelfilegar afleiðingar.  Skrattinn hefur verið málaður á vegginn.  En er ástæða til að vera skelfingu lostinn þó íbúum landsins fækki?  Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið.  Þar veltir hann áhrifunum fyrir sér fyrir sér út frá hagfræðilegu sjónarmiði með því að beina sjónum að áhrifum fólksfækkunar á innflutning og útflutning.

Staða kvenna í landbúnaði: Kynjafræðilegur sjónarhóll

Í 1. tölublaði 5. árgangs vefritsins Stjórnmál og stjórnsýsla birtist grein eftir Hjördísi Sigursteinsdóttur, sérfræðing hjá RHA og Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.  Greinina alla má sjá hér.

Meginmarkmið greinarinnar er að leita svara við því hvort til staðar sé kynjahalli á lögbýlum hér á landi þegar skoðaðir eru tilteknir þættir sem viðkoma félags- og efnahagslegri stöðu kynjanna. Erlendir femínískir fræðimenn hafa fært rök fyrir því að innan landbúnaðargeirans lifi feðraveldishugsunin enn góðu lífi og að félagsleg uppbygging hans ali á kynjaójafnrétti. Fáar kynjafræðilegar rannsóknir eru hins vegar til um stöðu kvenna í landbúnaði hér á landi ef frá er talin meistaranámsrannsókn Hjördísar Sigursteinsdóttur sem þessi grein byggist á.