Tíunda árvissa NSN-ráðstefnan

Tíunda árvissa NSN-ráðstefnan verður haldin í Brandbjerg háskólanum í Jelling í nágrenni Vejle í Danmörku dagana 8. til 10. mars næstkomandi. Þema ráðstefnunnar er eftirfarandi: Nýsköpunarkerfi og dreifbýli: Staðbundið atvinnulíf og nýir atvinnuvegir, lærdómur og nám og loks, náttúran og landslag.

Breytingar á yfirstjórn RHA

Um næstu áramót verða breytingar á yfirstjórn RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Ögmundur Knútsson sem hefur tímabundið gegnt starfi forstöðumanns mun hverfa til starfa við Viðskipta- og raunvísindadeild HA og við starfi forstöðumanns í hans stað tekur Jón Ingi Benediktsson sem er nú forstöðumaður Matvælaseturs HA.