Rannsóknaþing Norðursins - Megin þema birt

Rannsóknaþing Norðursins (e. Northern Research Forum, NRF) hefur birt á heimasíðu sinni, www.nrf.is, megin þema sjötta rannsóknaþings félagsins, sem er „okkar ísháða veröld“ sem verður haldin í Osló og Kirkenes í Noregi dagana 24. -27. október 2010. 

RHA, Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri hefur verið úthlutað tveimur styrkjum, samanlagt að upphæð 550,000 DKK.

Styrkjunum var úthlutað úr Arctic Co- operation Programme 2009-2011, frá Norrænu ráðherranefndinni. Annar styrkurinn var veittur til Rannsóknaþings Norðursins (e. Northern Research Forum (NRF) en skrifstofa NRF er hýst af RHA.