Áhrif innköllunar aflaheimilda á stöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja

RHA - Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri hefur skilað ítarlegri skýrslu um afleiðingar þess fyrir fjárhag sjávarútvegsfyrirtækja ef aflaheimildir yrðu innkallaðar í áföngum til endurúthlutunar, eins og samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir. Skýrslan var unnin fyrir starfshóp sem Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaðir til  þess að endurskoða fyrirkomulag fiskveiðistjórnunarinnar.

Skýrsluna er hægt að nálgast hér

ESPON auglýsir eftir styrkjaumsóknum og verkefnatillögum

Frá og með 3. maí er opið fyrir verkefnatillögum og áhugayfirlýsingum um verkefni vegna fimm næstu verkefnaflokka byggðarannsókna. Skilafrestur fyrir tillögur og áhugayfirlýsingar er til 28. Júní 2010. Heildarupphæð til ráðstöfunar verður € 5.900.000.