Rannsóknir á samfélagsáhrifum á Austurlandi

Um þessar mundir er í gangi könnun meðal íbúa á áhrifasvæði álvers- og virkjanaframkvæmda á Austurlandi.  Könnun þessi er einnig send til íbúa í Eyjafirði og er úrtakið alls 4.200 manns.  Á næstu vikum verður send út könnun til fyrirtækja á áhrifasvæði framkvæmdanna.  Báðar þessar kannanir eru liður í gagnaöflun fyrir rannsókn á samfélagsáhrifum framkvæmdanna en henni mun ljúka á næsta ári.

Nýjustu rannsóknaskýrslunni var skilað til Iðnaðarráðherra og Iðnaðarnefndar Alþingis 11. júní síðastliðinn og lýsir hún stöðu samfélagsins í árslok 2007.

Málstofa RHA um ritrýnd tímarit

Talsverð umræða hefur verið um ritrýnd tímarit síðustu misseri og ekki síst um ISI gagnagrunna og ISI greinar. Að þessu tilefni stóð RHA fyrir málstofu um ritrýnd tímarit fimmtudaginn 16. október sl.

 

Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður RHA, opnaði og stýrði málstofunni. Erindi fluttu auk hennar, Astrid Margrét Magnúsdóttir, forstöðumaður upplýsingasviðs HA, Bryndís Brandsdóttir frá Raunvísindastofnun HÍ og ritstjóri tímaritsins Jökuls, Þóroddur Bjarnason, prófessor við HA, Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við HA, Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við HA og Páll Björnsson, lektor við HA og ritstjóri tímaritsins Sögu.

RANNSÓKNASJÓÐUR HÁSKÓLANS Á AKUREYRI AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM

Rannsóknasjóður Háskólans á Akureyri auglýsir hér með eftir umsóknum.

Umsóknareyðublað og reglur sjóðsins er að finna á heimasíðu RHA á slóðinni: http://www.rha.is/?mod=sidur&mod2=view&id=43

Umsækjendur athugi að hafi þeir sótt um styrk í sjóðinn áður og fengið úthlutað þá þarf framvindu- eða lokaskýrsla að liggja fyrir hjá sjóðstjórn áður en hægt er að afgreiða nýja umsókn.

Nýr starfsmaður stjórnsýslu rannsókna RHA

Ólína Freysteinsdóttir, sem starfað hefur sem verkefnisstjóri stjórnsýslu rannsókna RHA, er á leið í barneignarleyfi. Hjalti S. Hjaltason (hjaltih@unak.is) hefur hafið störf sem verkefnisstjóri stjórnsýslu rannsókna RHA samhliða Ólínu og mun svo sinna því starfi að fullu í fjarveru Ólínu.