RHA gerir þjónustusamning við IMG Gallup

Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (RHA) hefur gert þjónustusamning við IMG Gallup um framkvæmd rannsókna.  Samningurinn felur í sér að IMG Gallup sér um gagnaöflun í magnmælingum þeirra verkefna RHA sem þess krefjast.

Breytingar á vímuefnaneyslu íslenskra unglinga: Hvað veldur?

Föstudaginn 28. apríl næstkomandi verður haldin ráðstefna á Akureyri undir yfirskriftinni „ Breytingar á vímuefnaneyslu íslenskra unglinga: Hvað veldur?“ Ráðstefnan er á vegum Akureyrarbæjar, Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Lýðheilsustöðvar.

Stytting þjóðvegar 1 í Húnaþingi

Skýrsla um þjóðhagslega arðsemi þess að stytta núverandi Þjóðveg 1 í Húnaþingi hefur verið gerð opinber.  Skýrsluna vann Jón Þorvaldur Heiðarsson, hagfræðingur hjá RHA. 

Starfsumhverfi framtíðarinnar

Mánudaginn 10. apríl næstkomandi verður haldin ráðstefna um vísindagarða á Hótel KEA á Akureyri.