RHA dregur sig út úr verkefni um loftslagsbreytingar

RHA ákvað um síðustu mánaðamót að draga sig út úr undirbúningsverkefni um loftslagsbreytingar á vegum Norðurslóðaáætlunar Evrópusambandsins. Ástæðan voru dræmar undirtektir sveitarfélaga og stofnana við óskum um að taka þátt í verkefninu og leggja því til stuðning.

Samvinna sveitarfélaga í Eyjafirði

Á vorfundi Héraðsnefndar Eyjafjarðar sem haldinn var 4. júní síðastliðinn kynntu sérfræðingar RHA skýrslu sem þeir hafa unnið að fyrir héraðsnefndina á undanförnum mánuðum.  Skýrslan fjallar um stöðu samstarfs sveitarfélaganna á Eyjafjarðarsvæðinu og þar er að finna tillögur um breytingar á fyrirkomulagi samstarfsins.