Ný heimasíða RHA opnuð

RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri hefur formlega opnað nýja og endurbætta heimasíðu, www.rha.is. Það voru þeir Hjalti S. Hjaltason, verkefnisstjóri hjá RHA og Kristján Ævarsson, forritari hjá Stefnu hugbúnaðarhúsi, sem báru hitann og þungann af hönnum og uppsetningu nýju síðunnar.

Úthlutun úr Háskólasjóði KEA 2009

Háskólasjóði KEA bárust alls 26 styrkumsóknir í mars sl. Sótt var um styrki fyrir rúmlega 26 milljónir króna og hlutu 10 verkefni styrki að upphæð samtals kr. 6.500.000. Úthlutunarhlutfall sjóðsins var því tæp 25% þetta árið.