RHA- Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri auglýsir eftir sérfræðingi

RHA Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri er öflug rannsóknamiðstöð sem fæst við rannsóknir af ýmsu tagi m.a. á samfélagsmálum í víðum skilningi, byggðamálum, sveitarstjórnarmálum, atvinnumálum, samgöngumálum, stjórnsýslu, nýsköpunarmálum, mati á umhverfisáhrifum auk framkvæmdar kannana og þjónusturannsókna af ýmsu tagi. Vegna aukinna verkefna er auglýst eftir sérfræðingi til rannsókna- og ráðgjafastarfa í fullt starf.

Evrópuverkefninu - Tea for two - lokið

Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri hefur lokið vinnu við Evrópuverkefnið Tea for two. Verkefnið hafði það að markmiði að hanna matstæki til að mæla stöðu jafnréttismála í sveitarfélögum.

REKENE - Samnorrænt verkefni um hlutverk þekkingar og menntunar í byggðaþróun

REKENE er samnorrænt rannsóknar- og þróunarverkefni sem byggir á þeirri sýn að áherslur í efnahagsþróun innan ESB og Evrópska efnahagssvæðisins skuli byggja öðru fremur á sviðum þar sem menntunar og þekkingar er krafist og að ný og betri störf skapist á þeim grundvelli. Rannsóknir hafa bent til þess að í vestrænum ríkjum þar sem tekjur eru þegar komnar á hátt stig er frekar efnahagslegra framfara einkum að vænta við frekari nýtingu þekkingar.

Íslenska dæmið í þessari rannsókn er Akureyrarsvæðið. AFE er íslenski aðilinn að verkefninu og mun Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri sjá um rannsóknarhlutann í samvinnu við AFE.

Viðtal um samfélagsbreytingar á Austurlandi

Samfélagsbreytingar á Austurlandi vegna álvers- og virkjanaframkvæmda er vinsælt fréttaefni. Dæmi um slíkt er viðtal við Hjalta Jóhannesson, sérfræðing hjá RHA sem er núverandi verkefnisstjóri rannsóknar á þessum samfélagsbreytingum sem RHA hefur umsjón með. Viðtalið birtist í Fjarðaálsfréttum sem dreift er í öll hús á Austurlandi.

Fjórar rannsóknaskýrslur sem komið hafa út í verkefninu eru aðgengilegar hér á vefnum, sjá útgefnar rannsóknaskýrslur hér.