RHA í breyttu rannsóknaumhverfi

Rannsóknaumhverfi háskóla hefur breyst mjög hratt á undanförnum árum.  Vægi fastra framlaga til rannsókna hefur minnkað og á móti kemur aukið fjármagn úr samkeppnissjóðum.  Opinber stefna stjórnvalda, sbr. yfirlýsingar Vísinda- og tækniráðs, er að draga úr beinum rannsóknaframlögum til háskóla en auka verulega við framlög til samkeppnissjóða Rannís.

Ný heimasíða RHA

Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (RHA) tók miðvikudaginn 31. september kl. 15:00 í notkun nýja heimasíðu sem hefur lénið www.rha.is. Vinna við nýja heimasíðuna hefur staðið yfir frá því síðastliðið vor en samfara henni var ráðist í að endurhanna merki stofnunarinnar og útlit á nafnspjöldum, umslögum, bréfsefni, forsíðum skýrslna og fleiru.