RHA meðal styrkþega Háskólasjóðs KEA

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhentu 5,3 milljónir króna úr Háskólasjóði KEA við athöfn sem fram fór á Sólborg, húsnæði Háskólans á Akureyri við Norðurslóð 12. júní.

Þetta er í áttunda sinn sem úthlutað er úr Háskólasjóði KEA. Samkvæmt samkomulagi sem KEA og Háskólinn á Akureyri gerðu með sér eru veittir námsstyrkir, styrkir til rannsókna, búnaðarkaupa og sérverkefna. Einnig eru veitt verðlaun vegna námsárangurs til nemenda á hug- og félagsvísindasviði, heilbrigðisvísindasviði og viðskipta- og raunvísindasviði.

Við úthlutun er almennt horft til verkefna sem eru viðbót við samþykkta starfsemi HA og/eða samstarfsstofnana, þar sem verkefni fela í sér ný eða aukin tækifæri fyrir nemendur og starfsfólk og eru til þess fallin að efla byggð og tengingu við atvinnulíf, menningu eða náttúrufar félagssvæðisins.

Úthlutun námsstyrkja og verðlaun vegna námsárangurs voru samtals 7 og til úthlutunar voru rúmlega 1,1 milljón króna.

Umsóknir í flokki rannsókna, til búnaðarkaupa og sérverkefna voru 29 talsins og upphæðin sem sótt var um rúmar 23 milljónir. Tólf styrkir voru veittir en alls komu rúmar 4,2 milljónir til úthlutunar.

Tímabundnar breytingar á stjórnun RHA/Temporary changes in management

Í lok maí fór Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður RHA í fæðingarorlof. Hjalti Jóhannesson mun gegna starfi forstöðumanns til áramóta en þá snýr Guðrún aftur til starfa.

At end of May Gudrun Rosa Thorsteinsdottir, RHA's director, went on maternal leave. Hjalti Johannesson will take on duties as director until end of this year when Gudrun returns from her leave.

Sumarlokun hjá RHA / Summer vacations 5 July - 3 August

Ákveðið hefur verið að loka afgreiðslu RHA í fjórar vikur í sumar líkt og aðalskrifstofu háskólans. Lokunin gildir frá og með 5. júlí og þar til þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi, þann 3. ágúst.

Með bestu kveðjum,

Starfsfólk RHARHA's office will be closed due to summer vacations from 5 July until 3 August.

Best regards,

RHA's staff