Ný rannsókn um viðhorf til jafnréttis og mismununar á íslenskum vinnumarkaði

Út er komin rannsóknarskýrsla sem RHA gerði fyrir Jafnréttisstofu um viðhorf stjórnenda fyrirtækja með 25 starfsmenn eða fleiri til jafnréttismála og mismununar á íslenskum vinnumarkaði. Rannsóknin var hluti af samstarfi Jafnréttisstofu við Mannréttindastofu Íslands og Fjölmenningarsetur og styrkt af Progress áætlun Evrópusambandsins. Skýrsluna má finna hér.

Vaðlaheiðargöng, áhrif á samfélag?

RÚV birti í kvöldfréttum sjónvarps þann 7. febrúar sl. frétt um að ekki hefur farið fram úttekt á samfélagsáhrifum Vaðlaheiðarganga þrátt fyrir umfang framkvæmdarinnar og rannsókna á öðrum þáttum sem hana varða. Meðal annars var rætt við sérfræðing RHA um málið en miðstöðin hefur gegnum tíðina komið að nokkrum slíkum verkefnum. Fréttina má sjá hér.

Norræn listahátíð á Akureyri

20.-23. ágúst næstkomandi verðu haldin Norræn þjóðlistahátíð á Akureyri. RHA - Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri hefur umsjón með ráðstefnunni og fer hún fram í húsakynnum Háskólans á Akureyri. Miðasala fer fram á www.tradition.is og opnar upp úr miðjum febrúar.