ESPON auglýsir verkefnastyrki


Þann 24. ágúst auglýsti ESPON eftir umsóknum um styrki til eftirfarandi rannsóknarþema (Targeted analysis):

a) ADES - Airports as Drivers of Economic Success in Peripheral Regions. (300.000 evrur)

 b) AMCER - Advanced Monitoring and Coordination of EU R&D Policies at Regional Level. (350.000 evrur)

Sjá nánar hér.

Umsóknarfrestur er 19 október 2010.

Nýr starfsmaður hjá RHA / new staff member

Nú í byrjun ágúst kom til starfa dr. Eva Halapi sem er sérfræðingur í ónæmisfræði. Eva mun starfa við RHA sem sérfræðingur og taka að verulegu leyti við starfssviði Sigrúnar Sifjar Jóelsdóttur sem hefur fæðingarorlof í september. Einnig mun Eva sinna ákveðnum störfum er varða ráðgjöf vegna umsókna í rannsóknasjóði og ráðgjöf vegna rannsókna akademískra starfsmanna.
Við bjóðum Evu velkomna til liðs við RHA.

In beginning of August dr. Eva Halapi joined RHA as a researher. Eva has a specialization in immunology but will take part in diverse projects. She will also provide support to the university's academic staff both regarding applications in research funds and consultation concerning research of academic staff.
We welcome Eva to RHA.

Hnattræn heilsa og bólusetningar

Í júní síðastliðnum tóku starfandi sérfræðingar hjá RHA þátt í 5. ráðstefnu um hnattræna heilsu og bólusetningar (Conference on Global health and Vaccination) sem skipulögð var af Norwegian Research Council, Norwegian Forum for Global Health Research og Háskólann í Tromsö
Fram til þessa hefur umfjöllun um fyrirbyggjandi aðgerðir í tengslum við hnattrænar loftlagsbreytingar beinst að umhverfi en loftlagsbreytingar munu einnig hafa umtalsverð áhrif á heilsu og lífsgæði manna.  Eitt af meginmarkmiðum ráðstefnunnar var að finna leiðir til að útvíkka það vísindalega samstarf sem þegar er til og mynda ný tengsl í þeim tilgangi að afla nauðsynlegrar þekkingar um áhrif loftlagsbreytingar á heilsu manna fyrir stefnumótunaraðila.


Lokaráðstefna í verkefninu REKENE og útkoma lokaskýrslu

Nú er komin út lokaskýrsla í norræna rannsóknarverkefninu REKENE sem RHA hefur tekið þátt í ásamt Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar (AFE) frá haustmánuðum 2007. Verkefnið fjallar um það hvernig þekking verður til, er miðlað og hagnýtt í efnahagslegu tilliti á nokkrum landsvæðum á Norðurlöndunum. Lokaráðstefna verkefnisins verður haldin hjá Nordregio í Stokkhólmi 24.-25. ágúst næstkomandi.

RHA kemur að undibúningsvinnu vegna álvers í Maniitsoq

RHA hefur komið að undibúningsvinnu álvers í Maniitsoq á vesturströnd Grænlands með því að gera aðgengilegar upplýsingar úr rannsókn á samfélagsáhrifum stórframkvæmdanna á Austurlandi. Er hér um dæmi að ræða hverning þær upplýsingar sem þar hefur verið safnað eru að nýtast. Aðstæður eru á margan hátt mismunandi en ljóst er að ýmsa reynslu má yfirfæra milli þessara tveggja staða. Hér má sjá heimasíðu grænlenska verkefnisins og hér er að finna skýrslu RHA frá júní 2010.

Samfélagsáhrif álvers við Húsavík

RHA kom að undirbúningi umhverfismats álvers á Bakka við Húsavík sem var í kynningarferli í upphafi sumars. Hér má finna heimasíðu verkefnisins og hér er sérfræðiskýrsla RHA um samfélagsáhrif álversins. Smávægileg uppfærsla upplýsinga verður í endanlegri matsskýrslu miðað við sérfræðiskýrslu RHA að loknum athugasemdafresti enda var henni lokið í ársbyrjun 2009.

Skýrsla um samfélagsáhrif vegar um Dynjandisheiði

Út er komin skýrsla um samfélagsáhrif vegar um Dynjandisheiði sem var unnin að beiðni Vegagerðarinnar. Fram kemur að nokkur svið samfélagsins geta orðið fyrir áhrifum enda skapast miklir möguleikar á auknum samskiptum þegar heilsárssamgöngur komast á milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða. Skýrsluna má nálgast hér.