Vinnufundur um nýsköpunarstefnur á Norðurlöndunum

Tuttugasta og annan nóvember næstkomandi heldur Nordregio vinnufund sem ber yfirskriftina „Vinnufundur um nýsköpunarstefnur á Norðurlöndunum – Hvernig er hægt að hagnýta Lissabon-áætlunina“. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Nordregio í Stokkhólmi og stendur frá 10:00 til 16:00.

Safnrit um atvinnu- og byggðaþróun

Safnrit er geymir níu greinar er varða atvinnu- og byggðaþróun er komið út á vegum  RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri Ritið geymir greinar eftir höfunda frá sjö þjóðlöndum. Meðal umfjöllunarefna eru matartengd ferðaþjónusta í Skotlandi, hlutverk héraðsfréttablaða á Íslandi, samvinna þróunarstofnana og háskóla í Norður-Svíþjóð og orkuframleiðsluverkefni í sveitum Írlands, svo eitthvað sé nefnt.

RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri

Breytingar hafa orðið á starfsemi Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri (RHA) samfara skipulagsbreytingum hjá Háskólanum á Akureyri.  Breytingar þessar hjá RHA tóku gildi 1. ágúst síðastliðinn.  Samfara þessum breytingum hefur nafn stofnunarinnar breyst og heitir hún nú RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri.

Rannsókn á samvinnu sveitarfélaga í Eyjafirði

Héraðsráð Eyjafjarðar samdi í lok ágúst við RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri um að RHA tæki að sér rannsókn á samvinnu sveitarfélaga í Eyjafirði.