Hátíðarkveðja RHA

Starfsfólk RHA-Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri sendir öllum samstarfsaðilum og viðskiptavinum hugheilar jóla- og nýárskveðjur og þakkar fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Með hátíðarkveðju og von um ánægjulegt samstarf á nýju ári.

Starfsfólk RHA

Út er kominn skýrslan Verum klár – borðum fisk

Út er kominn skýrslan Verum klár – borðum fisk. Hún inniheldur samantekt á verkefni sem hafði það að markmiði að vekja athygli grunnskólabarna á Akureyri  á hollustu sjávarfangs. Gefið var út plakat og bæklingur  um hollustu sjávarfangs með slagorðinu “Verum klár – borðum fisk”.   Heimilisfræðikennarar voru fengnir til að taka þátt í vettvangsferðum nemenda 6. bekkjar á sjó og  fjalla  um bæklinginn verum klár –borðum fisk í kjölfar ferða. Þannig var  unnið að því að  tengja upplýsingar um hollustu sjávarfangs við jákvæða upplifun nemenda af vettvangsferðinni á Húna II.

Heimasíða North Hunt opnuð

RHA – Rannsókna og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri er þáttakandi í 3 ára alþjóðlegu verkefni og kallast verkefnið North Hunt.

Þátttakendur í verkefninu eru 10 og koma frá 5 löndum Finnlandi, Svíþjóð, Kanada, Skotlandi og Íslandi. Verkefnið gengur út á þróun sjálfbærrar skotveiðitengdrar ferðaþjónustu á jaðarsvæðum á norðurslóðum. Markmið verkefnisins er að stuðla að fjölbreytni í atvinnulífi og skjóta frekari stoðum undir vaxandi atvinnugrein með þróun starfsumhverfis og rekstrargrundvallar fyrirtækja. Ennfremur er markmið verkefnisins að þróa starfsumhverfi fyrirtækja til að draga úr hindrunum sem mæta frumkvöðlum í þessari grein, án þess að minnka kröfur um sjálfbærni og umhverfisvænar veiðar.