Norrænir styrkjamöguleikar á ýmsum sviðum - kynningafundir 2. og 3. nóvember

Í tengslum við þing Norðurlandaráðs 2.-4. nóvember verða haldnir kynningafundir um samnorræna styrkjamöguleika á nokkrum sviðum. Margar samnorrænar stofnanir senda fulltrúa á þingið, og var tækifærið nýtt til þess að vera með sameiginlegar kynningar á þeim stofnunum sem veita mestu fé í styrki. Fundirnir eru skipulagðir í samvinnu við Norræna húsið. Fundirnir verða þrír og eru þemaskiptir, þ.e. um menningu og listir, um nýsköpun og rannsóknir og um umhverfis og orkumál.