RHA skipuleggur ráðstefnu Rannsóknaþings Norðursins (NRF)

Yfirskrift ráðstefnunnar er:
CLIMATE CHANGE IN NORTHERN TERRITORIES                       
Sharing Experiences and Exploring New Methods Assessing Socio-Economic Impacts

Þetta er 7. ráðstefna Rannsóknarþings Norðursins, e: Northern Research Forum (NRF) en áður hafa ráðstefnur NRF verið haldnar, auk Íslands, í Rússlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Finnlandi og Svíþjóð. Að þessu sinni er rannsóknaþingið haldið í samvinnu við Evrópuverkefnið ESPON/ENECOM hér á Akureyri í húsakynnum Háskólans.  

Yfirskrift ráðstefnunnar er Umhverfisbreytingar á norðlægum slóðum og verða um 60 erindi flutt á ráðstefnunni í  fjölda málstofa. Yfir hundrað manns hafa þegar skráð sig og er búist við um 120 þátttakendum. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson opnar ráðstefnuna. Tveir starfsmenn RHA verða með erindi á ráðstefnunni, Eva Halapi með erindið: Climate Change – Perceptions and knowledge among young adults in Iceland og Anna Lilja Sigurvinsdóttir með erindið: Awareness, perception and attitudes on global climate change among Icelanders.

Ráðstefnan verður haldin í Háskólanum á Akureyri dagana 22.-23. ágúst. Allar nánari upplýsingar og skráningareyðublað er að finna á www.nrf.is